
Það sem aðrir hafa að segja um Ferðalagið
„Þú lærir meira um sjálfa þig og trúir meira á sjálfa þig og líður vel eftir að lesa bókina. Bókin var skemmtileg upplifun“.
Hildur Eva,
13 ára
„Bókin er skemmtileg og fyndin. Best af öllu er samveran með fjölskyldunni“
Krista og Kasper,
9 ára
„Ferðalagið er skemmtileg og fróðleg bók sem þörf er á fyrir unga krakka sem eru að læra á lífið“
Eydís Eyland
og Kári Finnson,
foreldrar
„Ferðalagið er falleg og uppbyggileg bók sem nýtist börnum sem fullorðnum, bæði til afþreyingar og sjálfsræktar“
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,
sálfræðingur og lektor við HÍ
UM FERÐALAGIÐ

UPPBYGGILEG STYRKLEIKABÓK
Ferðalagið, eftir Jakob Ómarsson, er skemmtileg og uppbyggileg styrkleikabók fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára. Börnin leggja af stað í ferðalag með kettinum Akílu til að kynnast sjálfum sér og sínum styrkleikum betur. Á meðan ferðast er um kafla bókarinnar eru ýmis hugtök kynnt, áhugaverð verkefni leyst og velt upp spurningum um samskipti, sjálfsmynd og lífið sjálft.
Bókin býður upp á yndislega samverustund foreldra og barna. Markmið Ferðalagsins er að hjálpa foreldrum og börnum að styrkja sjálfsvitund barnsins og samkennd þess, með opinni samræðu, styrkleikakortum, heilræðum og skemmtilegum leik. Bókinni fylgja fjölmörg styrkleikakort með útskýringum fyrir börn.
Bókin er fallega myndskreytt, skemmtileg og stútfull af fróðleik fyrir forvitna krakka.

UM STYRKLEIKAKORTIN

63 STYRKLEIKAKORT FYLGJA
Ferðalagið er alls engin venjuleg bók! Fyrir það fyrsta þá kemur hún í kassa sem lítur út eins og ferðataska og svo fjallar bókin að mestu um barnið sem les bókina. Bókinni fylgja 63 styrkleikakort sem eru sérstaklega hönnuð með börn í huga.
GAGNVIRK BÓK
Ferðalagið er gagnvirk bók en það þýðir að á meðan barnið er að ferðast um kafla bókarinnar þá lærir það gagnleg hugtök, gerir áhugaverð verkefni og safnar styrkleikakortum. Í lok hvers kafla bókarinnar mun barnið opna hólf en á bak við þau eru styrkleikakort.
STYRKLEIKAKORTIN ERU HÖNNUÐ
MEÐ BÖRN Í HUGA
Til þess að auðvelda barninu að skilja kortin eru útskýringar á hverjum styrkleika fyrir sig og auk þess er hann notaður í setningu. Til gamans fylgir einnig tilvitnun eða spakmæli sem mætti tengja við styrkleikann.
STYRKLEIKAÆFING Í LOK BÓKAR
Í lok Ferðalagsins þegar barnið hefur safnað öllum styrkleikakortunum er komið að því að barnið gerir lokaæfinguna. Lokaæfingin gengur út á að barnið velur sér þá styrkleika sem því þykir það búa yfir, styrkleika sem það mætti mögulega bæta og svo velur foreldrið nokkra sem því finnst vera styrkleikar barnsins. Allt er þetta gert til að gera barninu grein fyrir því að þessir flottu eiginleikar séu styrkleikar þess!

TILNEFND TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA

Styrkleikabókin Ferðalagið var nýlega tilnefnd til hinna virtu Íslensku Bókmenntaverðlaunanna. Þetta er okkur gífurlegur heiður og á eftir að hjálpa okkar litlu útgáfu að dreifa þeim góða boðskap sem Ferðalagið býr yfir.
UMSÖGN DÓMNEFNDAR
,,Bókin er skemmtileg lesning og hvetur til aukins tilfinningaþroska. Aukaefni fylgir bókinni sem útskýrir efni hennar og nýtist við lesturinn. Framsetning bókarinnar gerir hana að einstakri frumraun."
SENDUM UM LAND ALLT
Af öllu hjarta býður upp á heimsendingu og DROPP um land allt gegn vægri greiðslu. Hægt er að kynna sér heimsendinguna betur hér.
Ef verslað er fyrir meira en 15.000 kr. þá fylgir heimsending frítt með.


SAGAN AF AKÍLU
Sumir myndu mögulega halda að aðalhetja bókarinnar væri kötturinn Akíla en svo er alls ekki. Hetja Ferðalagsins....