top of page
Dagurgegneinelt2.jpg

STYRKLEIKAÆFINGAR

HUGMYNDIR AÐ

STYRKLEIKAÆFINGUM

Það eru til ýmsar leiðir að þekkja styrkleika sína og hér að neðan leggjum við til nokkrar styrkleikaæfingar. Í flestum æfingunum er stuðst við styrkleikakortin en ekki öllum. Í mörgum tilvikum er staðan sú að börnin vantar upp á málskilningin því mörg börn eiga erfitt með að skilja hugtökin á bakvið styrkleikana. Í því samhengi bendum við á að hér er hægt að lesa um leiðir fyrir börn til að læra styrkleikana.

Athugið að æfingarnar hér neðan eru ekki nákvæmlega þær sömu og koma fram í
Ferðalaginu. Þessar henta sérstaklega vel fyrir stærri hópa.

1. STYRKLEIKARNIR MÍNIR

Þátttakendur, eitt barn eða fleiri, kynna sér styrkleikana sem finnast á styrkleikakortunum. Því næst velja þátttakendur sér 8 til 10 styrkleika sem þeim finnst eiga við sig. Mikilvægt er að ítreka fyrir barninu/börnunum að þau geta ekki valið vitlaust því þetta sé þeirra skoðun.

Úr þessu er hægt að gera ýmislegt gagnlegt en þar má nefna að þau gætu kynnt val sitt fyrir öðrum í bekknum eða foreldrum. Þau gætu þá rökstutt val sitt og hvernig styrkleikinn eigi við sig og að hvaða leyti.

2. SEGÐU ÞAÐ UPPHÁTT

Eftir að þátttakendur hafa valið sér styrkleika þá gætu þau prófað að æfa sig í að segja upphátt „Ég er ______________“ (setja inn orðið sem nemandi valdi í eyðuna. Hugmyndin á bak við þetta er að ef maður getur ekki sagt það upphátt í kringum fólk sem það treystir þá er erfitt að trúa því eða segja fyrir framan aðra sem maður þekkir ekki.

Tilnefningamerking.png
Fiverr Jakobari 4 revision.jpg

3. HVAÐ Á VIÐ HVERN

Unnið er með styrkleika vikunnar og á hverjum degi er dregið styrkleikaspjald og unnið með hugtakið á spjaldinu. Eftir að hafa rætt hvern styrkleika eru þátttakendur beðnir um að tengja styrkleikann við samnemendur, fjölskyldumeðlimi eða aðra þátttakendur. Auðvitað má taka þetta skrefi lengri og tengja við frægt fólk eða þess vegna skáldaðar persónur.

Hægt er að ræða hvers vegna þessi ákveðni styrkleiki á við þennan aðila og jafnvel tekin dæmi þar sem þátttakandinn nefnir hvernig sá styrkleiki brýst fram.

4. HVAÐ Á VIÐ HVERN  (ÖNNUR ÚTGÁFA)

Poloroid1 (1).png

Öll styrkleikakortin eru sett í hrúgu á borð og koma þátttakendur hver af öðrum og draga einn styrkleika af handahófi. Því næst velur sá sem dró einhvern innan bekkjarins/herbergisins sem honum finnst þessi styrkleiki eiga við og lætur hann fá styrkleikakortið. Sá sem fékk kortið dregur nýjan styrkleika og lætur það til annars þátttakanda og þannig heldur það áfram koll af kolli þar til allir í rýminu hafa fengið einn til tvo styrkleika

5. AÐ SKRIFA SÖGU

Nemendur/börn eru beðinn um að velja sér að minnsta kosti þrjá styrkleika. Síðan eru þau beðin um að skrifa stutta sögu þar sem allir styrkleikarnir koma fram. Þessi æfing þjálfar börn í að sjá að ólíkir styrkleikar nýtast á ólíka vegu. Engin styrkleiki er betri annar, það fer allt eftir aðstæðum.

Mynd-björgum heiminum copy.jpg

6. EKKI GÓÐ/UR/GOTT Í ÞESSU ENN ÞÁ

Þátttakendur eru hvattir til að finna styrkleika sem þau eru mögulega ekki sterk í en hafa áhuga á að efla og verða góð í seinna meir. Kennari/leiðbeinandi/foreldri talar við börnin um hvernig sé hægt að bæta styrkleikana sína (æfa sig, setja sér markmið, fylgjast með öðrum, lesa og fleira).

 

Til umhugsunar þá má benda á að vissir eiginleikar eru ekkert endilega hátt hafðir hjá börnum og því gæti það komið í hlut þess fullorðna að gera þeim grein fyrir mikilvægi þess eiginleika.

7. AÐ HRÓSA

Þátttakendum er skipt upp í þriggja til fimm manna hópa. Setjast þau í hring og sá sem sem byrjar hrósar næsta aðila fyrir styrkleika sem því finnst sá sami bera. Til dæmis „þú ert umbyrðlarlynd“ eða „mér finnst þú sýna styrkleika þegar þú...“ og svo koll af kolli. Hægt að breyta hópum og endurtaka að vild.

Ef börnin eiga erfitt með að finna eða láta sér detta í hug styrkleika má auðvitað styðjast við styrkleikakortin.

8. FÖNDUR

Styrkleiakkort-hruga2.png

Kennari/leiðbeinandi fer með börnin í göngutúr, þau tína fallega steina (t.d 3-5 á mann) og eru í framhaldið látin mála styrkleika á steinana. Einnig væri hægt að láta nemednur teikna upp höndina sína á blað og skrifa svo inn í hvern putta einn styrkleika (sem þau mögulega hafa). Hægt er að gera ýmislegt fleira en það er um að gera að nýta ímyndunaraflið. Afraksturinn er svo hægt að hafa til sýnis í kennslustofu/rými til minnis fyrir þátttakendur.

9. HVERNIG AÐRIR UPPLIFA ÞIG

Hver þátttakandi velur sér að minnsta kosti fimm styrkleika, skrifar þá niður á eitt blað og setur í sameiginlegan kassa. Athugið að þátttakendur eiga ekki að merkja blöðin. Þegar öllum blöðunum hefur verið safnað saman í kassann er þeim hvolft á borð. Síðan giska nemendur hvaða blað á við hvern nemanda. Að því loknu fara fram umræður þar sem rætt er um hvernig gekk. Dæmi um umræðuspurningar: Hvernig sáu aðrir nemendur þig? Var blaðið sem þú skrifaðir tengt við þig eða var það eitthvað  annað blað? Leyndust styrkleikar á blaðinu sem aðrir tengdu við þig sem þú hafðir ekki áttað þig á að ættu við þig?

10. HRINGURINN

Þátttakendur setjast í hring. Styrkleikakortunum er skipt upp í tvö til þrjá bunka. Þau sem fá bunkana velja einn styrkleika til þess að gefa þeim samnemenda/aðila sem situr á mótir þeim. Sá sem fékk styrkleika setur kortið fyrir framan sig, tekur við bunkanum og velur styrkleika fyrir nemanda á móti sér sem hefur ekki enn fengið styrkleika. Ferlið er endurtekið þar til allir hafa fengið styrkleika og valið fyrir aðra.

 

Vert er að nefna að í lokin er möguleiki á að bunkinn sé orðinn ansi þunnur og því fá orð að velja úr. Það er þó í góðu lagi en mikilvægt að brýna fyrir nemendum að þetta séu aðeins orðin sem voru í boði, ekki endilega þeirra helsti styrkleiki.

AÐ LÆRA UM STYRKLEIKANA

Hér getur þú kynnt þér leiðir til að kynna styrkleikakortin fyrir nemendum og öðrum hópum

bottom of page