top of page

Sokkahvarfið mikla! Hvert fara allir sokkarnir okkar?

Búálfar eru álfar sem eiga heima inn á heimilum okkar. Þeir eiga það til að fá alls konar hluti „lánaða“ frá okkur mannfólkinu. Þeir laga hlutina til og breyta þeim í gardínur, heitan pott eða hengirúm. Þeir hafa sérstaklega mikið dálæti á sokkum af öllum stærðum og gerðum.

 

Í þessari fallegu jólasögu segir frá búálfum og lífi þeirra í kringum jól og áramót. Bókin er ríkulega myndskreytt, með skemmtilegum persónum og hentar börnum á aldrinum 2 til 8 ára.

 

Búálfar: Jólasaga er önnur bók Jakobs Ómarssonar. Hann er fullorðið jólabarn sem  hefur lengi dreymt um að skrifa sína eigin jólasögu.

Búálfar: Jólasaga

1.990krPrice
    bottom of page