top of page

PERSÓNUVERNDARSTEFNA
AF ÖLLU HJARTA

Persónuverndarstefna Af öllu hjarta ehf.

Af öllu hjarta ehf. (hér eftir nefnt sem: Af öllu Hjarta) safnar, nýtir og vinnur úr persónuupplýsingum og leggur áherslu á vernd persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og friðhelgi einkalífs. Öll vinnsla Af öllu hjarta á persónuupplýsingum er í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerðina ESB/2016/679.

Af öllu hjarta veitir nánari upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvað við gerum við þau sé þess óskað á netfangið hallo@afolluhjarta.is.

Almennt um persónuupplýsingar:

Persónuupplýsingar eru allar þær upplýsingar sem auðkenna þig, svo sem nafn, netfang, tengiliðaupplýsingar þínar, kaupsaga þín eða upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar, teljast til persónuupplýsinga.

Hvaða upplýsingum söfnum við?

Við söfnum og gætum geymt þær upplýsingar sem þú gefur okkur upp á heimasíðu okkar www.afolluhjarta.is. Þar má nefna IP-slóð, netföng, nafn, símanúmer og kaupsögu. Við gætum einnig notað tól eða tæki til að mæla og safna gögnum um veru þína á vef okkar: lengd heimsóknar, viðbragðstíma síðna, hvað er opnað og smellt á. Einnig greinum við hvaða tæki notandi er á (sími, spjaldtölva eða tölva) og hvaða vafra gesturinn notar.

Af öllu hjarta safnar ekki viðkvæmum persónuupplýsingum um uppruna, trúarbrögð, kynhneigð, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, heilsufar, erfðafræðilegar- eða lífkennaupplýsingar. Það sama á við um upplýsingar um sakfellingu í refsimálum eða refsiverð brot.

Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er að veita þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.

Við  geymum persónuupplýsingar um þig ef þú hefur óskað eftir því að fá sent markaðsefni frá okkur og/eða skráð þig á póstlista. Þar má nefna nafn, netfang, símanúmer, nafn fyrirtækis og þær tegundir af þjónustu sem þú hefur áhuga á. Þessar upplýsingar eru svo nýttar í að senda þér markpóst. Markpósturinn gæti verið sniðinn að notendum til að bæta þjónustu okkar við hann. Vert er að nefna að alltaf er hægt að afskrá sig af póstlista Af öllu hjarta.

Við söfnum upplýsingum um þig í markaðslegum tilgangi og til að greina hvernig notendur nota vefinn okkar. Þetta gerum við til þess að bæta þjónustu okkar og gera viðeigandi breytingar á vefnum.   

Við gætum sameinað ópersónuleg markaðsgögn við gögn þriðja aðila (Google, Facebook og fleiri) þannig að bæði fyrirtæki getið skilið virknina sem best.

Jafnvel þótt þú hafir kosið að fá ekki markaðsefni sent frá okkur þá gætum við haft samband við þig vegna annarra atriða. Þar má nefna ef þú hefur óskað eftir þjónustu eða vöru hjá Af öllu hjarta eða ef einhver vandamál koma upp.

Einnig gætum við geymt og notað persónulegar upplýsingar þínar, þar með talið kaupsögu þína, í rekstrarlegum tilgangi, svo sem vegna bókhalds og reikningagerðar, endurskoðunar, staðfestingu á kreditkorti eða öðru greiðslukorti.

Hvernig geymum við persónuupplýsingar þínar?

Vefsíða Af öllu hjarta er hýst á Wix.com. Wix.com útvegar okkur svæði þar sem við getum selt þá þjónustu sem við erum upp á að bjóða. Upplýsingar gætu því verið geymdar hjá Wix.com. Þau geyma allar upplýsingar á öruggum serverum bakvið varða eldveggi. Hér er hægt að nálgast lista af þeim vafrakökum sem við söfnum á wix.

Einnig geymum við persónuupplýsingar um kaupendur í tölvukerfum okkar og tölvukerfum dreifiaðila (Gorilla vöruhús) til að koma vörum til notenda. Hér er verið að tala um upplýsingar eins og heimilsfang, nafn, netfang og símanúmer en allt þetta teljast vera hlutir sem við verðum að biðja um til að geta afhent vörurnar okkar úr vöruhúsum.

 

Vefsíða Af öllu hjarta er hýst hjá hýsingaraðilanum 1984. Einhverjar upplýsingar gætu því verið geymdar þar.

Einnig eru geymdar ópersónulegar upplýsingar hjá Google. Þær upplýsingar eru varðveittar á öruggum stað. Hér er listi um vafrakökur sem Google Analytics safnar um notendur.

Hvernig höfum við samband við notendur
vefsíðunnar og viðskiptavini?

Við gætum haft samband við þig í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Þetta gæti verið gert til að sinna þeirri þjónustu sem við höfum að bjóða en einnig til þess að innheimta greiðslu fyrir vörur, spyrja spurninga um vörur sem við höfum á boðstólum eða ef vandamál koma upp.

Breytingar á persónuverndarstefnu Af öllu hjarta

Af öllu hjarta getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu án fyrirvara. Af öllu hjarta mun þá líklegast setja inn tilkynningu um breytingu á vefsíðu eða senda á póstlista fyrirtækisins. . Alltaf er þó hægt að skoða nýjustu útgáfuna af persónuverndarstefnu Af öllu hjarta á heimasíðu okkar www.afolluhjarta.is.

Hafðu samband ef þú vilt ekki að
við söfnum persónuupplýsingum

Ef þú vilt ekki að við söfnum  persónuupplýsingum um þig samkvæmt stefnu okkar þá verður þú að hætta að nota þjónustu okkar og eyða aðgangi þínum ef við á. Enn fremur getur þú lagt fram beiðni um eyðingu gagna eða leiðréttingu með því að senda okkur póst á hallo@afolluhjarta.is

 

Beiðni þín verður að innihalda nafn, kennitölu og upplýsingar um beiðnina. Einnig verður að fylgja með henni afrit af persónuskilríkjum og undirskrift þinni með dagsetningu þegar pósturinn var sendur. Sé sótt um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá viðkomandi.

bottom of page