top of page
ALGENGAR SPURNINGAR
-
SKIPTIR SAMVERA FORELDRIS OG BARNS MIKLU MÁLI?Já, bókin er hugsuð þannig að foreldrið lesi bókina fyrir barnið eða að eldri börn lesi þau fyrir foreldri. Samveran er stór hluti bókarinnar.
-
MUN BARNIÐ MITT EFLAST VIÐ AÐ LESA FERÐALAGIÐ?Ýmiskonar rannsóknir hafa sýnt fram á að styrkleikavinna með börnum geri þeim gott. Markmkið Ferðalagsins er að efla börn og hjálpa þeim að finna sína styrkleika. Þetta er þó ekki eina ástæða bókarinnar því hún átti líka að vera skemmtileg í lestri og frábær sem samverustund á milli foreldris og barns. Við tökum það þó fram að við getum ekki lofað neinum ákveðnum árangri, né árangri yfir höfuð. Að því sögðu ef bókin er lesin og æfingarnar unnar þá getum við lofað að barnið ætti að þekkja sig að lágmarki örlítið betur, hafa bætt orðaforða sinn og tekið þátt í samræðum um lífið og tilveruna.
-
HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR AÐ LESA FERÐALAGIÐ?Við mælum með að lesa aðeins einn kafla á dag og það mætti skipta bókinni upp í 8 mismunandi kafla. Ástæðan fyrir þessu er að það eru ýmis flókin hugtök kynnt í bókinni og gott er að gefa barninu tíma til að melta það sem kemur fram. Því má gera ráð fyrir því að það taki 8 daga að klára bókina.
-
ÉG ER EKKI MEÐ KREDITKORT, HVAÐ GET ÉG GERT?"Það er ekkert mál að panta bókina og fá sendan reikning fyrir kaupunum. Hafðu samband á netfangið hallo@afolluhjarta.is og við munum finna út úr þessu saman.
-
ÉG SKIL EKKI KAUPFERLIÐ, HVAÐ GET ÉG GERT?"Hafðu endilega samband við okkur í gegnum netfangið hallo@afolluhjarta.is. Við erum viss um að geta aðstoðað þig.
-
FYLGJA STYRKLEIKAKORT MEÐ BÓKINNI?Já, það fylgja 63 styrkleikakort með bókinni. Öll eru þau sérhönnuð með börn í huga. Styrkleikakortin skipta miklu máli fyrir framvindu Ferðalagsins og eru notuð í æfingu sem fylgja bókinni. Kortin virka samt líka vel án bókarinnar og er hægt að finna ýmisskonar æfingar með styrkleikakort á netinu.
-
Í GREIÐSLUFERLINU ÞÁ KEMUR EKKI SMS-IÐ FRÁ GREIÐSLUAÐILUM?Prófaðu að slökkva og kveikja á símanum þínum. Þá ætti sms-ið að koma. Ef það gerir það ekki, hafðu þá endilega samband á hallo@afolluhjarta.is.
-
HVAÐ KOSTAR FERÐALAGIÐ?Bókin kostar 5.500 kr. (Apríl 2022)
-
ÉG FÉKK EKKI REIKNING FYRIR KAUPUNUM, HVAÐ GET ÉG GERT?"Vinsamlegast sendu okkur skilaboð á hallo@afolluhjarta.is og við munum senda á þig afrit af kvittuninni.
-
UM HVAÐ ER FERÐALAGIÐ?Ferðalagið er gagnvirk bók þar sem að barnið og Akíla leggja af stað í ferðalag saman að kynnast styrkleikum barnsins betur. Kaflar bókarinnar fjalla flestir um hluti sem gætu gagnast barninu vel að vita í framtíðinni. Hér má nefna hluti eins; hverju við stjórnum og hverju ekki, að hugsanalestur sé ómögulegur, að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin og margt fleira. Allt þetta er sett upp í búning sem er bæði fræðandi og skemmtilegur fyrir barnið. Í lok bókarinnar mun barnið svo gera styrkleikaæfingu þar það mun velja sína helstu styrkleika og hvað það væri mest til í að vinna í.
-
VARAN ER GÖLLUÐ - HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA Í ÞVÍ?Hafðu endilega samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á netfangið hallo@afolluhjarta.is og við munum skipta eða láta gera það sem við á.
-
FYLGJA LEIÐBEININGAR MEÐ FERÐALAGINU?Já, það fyglgja bæði leiðbeiningar fyrir fullorðna og fyrri börnin. Mikilvægt er að lesa leiðbeiningarnar áður en Ferðalagið er lesið.
-
ER FERÐALAGIÐ FLÓKIN BÓK?Ferðalagið leitast við að tækla flókin viðfangsefni og útskýra þau fyrir börnum þannig að þau skilji hvað átt er við. Mikilvægt er samt að vita að við ætlumst ekki til að börnin skilji nákvæmlega allt sem nefnt er í henni. Það sem skiptir máli er að þau skilji heildarinntak hvers kafla og að gera styrkleikaæfinguna í lok bókarinnar.Hvort að hún sé flókin er svo erfitt að segja því það er persónubundið. Hún er allavega hugsuð fyrir börn og flest ættu að geta komist nokkuð vel í gegnum hana.
-
FYRIR HVAÐA ALDUR ER BÓKIN?Bókin er ætluð börnum á aldrinum 8 til 14 ára. Það fer þó eftir þroska og lesskilning barnsins. Sum yngri börn gætu eflaust skilið heildarinntak bókarinnar og haft gaman af.
-
HVAR ER HÆGT AÐ FINNA SKILMÁLA?Skilmála okkar er að finna hér: https://www.afolluhjarta.is/skilmalar
-
HVENÆR FÆ ÉG VÖRUNA AFHENTA Í HEIMSENDINGU/DROPP?Því miður þá getum við ekki lofað eins hröðum sendingum og mörg stærri fyrirtæki. Ástæðan er sú að við þurfum að setja pantanir inn handvirkt. Venjulega tekur það um 1-2 virka daga að setja inn pantanir. Heimsendingar og dropp sendingar eru svo oftast sendar út sæmdægurs. Það tekur því oftast allt að 1 til 5 virka daga að fá vöruna afhendar. Athugaðu að ef þú ert að kaupa vöruna í forsölu þá er áætluð afhending ekki fyrr en í lok sept.
bottom of page