ALGENGAR SPURNINGAR
Ferðalagið er gagnvirk bók þar sem að barnið og Akíla leggja af stað í ferðalag saman að kynnast styrkleikum barnsins betur. Kaflar bókarinnar fjalla flestir um hluti sem gætu gagnast barninu vel að vita í framtíðinni. Hér má nefna hluti eins; hverju við stjórnum og hverju ekki, að hugsanalestur sé ómögulegur, að grasið sé ekki alltaf grænna hinum megin og margt fleira. Allt þetta er sett upp í búning sem er bæði fræðandi og skemmtilegur fyrir barnið.
Í lok bókarinnar mun barnið svo gera styrkleikaæfingu þar það mun velja sína helstu styrkleika og hvað það væri mest til í að vinna í.
Ýmiskonar rannsóknir hafa sýnt fram á að styrkleikavinna með börnum geri þeim gott. Markmkið Ferðalagsins er að efla börn og hjálpa þeim að finna sína styrkleika. Þetta er þó ekki eina ástæða bókarinnar því hún átti líka að vera skemmtileg í lestri og frábær sem samverustund á milli foreldris og barns.
Við tökum það þó fram að við getum ekki lofað neinum ákveðnum árangri, né árangri yfir höfuð. Að því sögðu ef bókin er lesin og æfingarnar unnar þá getum við lofað að barnið ætti að þekkja sig að lágmarki örlítið betur, hafa bætt orðaforða sinn og tekið þátt í samræðum um lífið og tilveruna.
Því miður þá getum við ekki lofað eins hröðum sendingum og mörg stærri fyrirtæki. Ástæðan er sú að við þurfum að setja pantanir inn handvirkt. Venjulega tekur það um 1-2 virka daga að setja inn pantanir. Heimsendingar og dropp sendingar eru svo oftast sendar út sæmdægurs. Það tekur því oftast allt að 1 til 5 virka daga að fá vöruna afhendar.
Athugaðu að ef þú ert að kaupa vöruna í forsölu þá er áætluð afhending ekki fyrr en í lok sept.
Ferðalagið leitast við að tækla flókin viðfangsefni og útskýra þau fyrir börnum þannig að þau skilji hvað átt er við. Mikilvægt er samt að vita að við ætlumst ekki til að börnin skilji nákvæmlega allt sem nefnt er í henni. Það sem skiptir máli er að þau skilji heildarinntak hvers kafla og að gera styrkleikaæfinguna í lok bókarinnar.Hvort að hún sé flókin er svo erfitt að segja því það er persónubundið. Hún er allavega hugsuð fyrir börn og flest ættu að geta komist nokkuð vel í gegnum hana.
