top of page
Vöruuppstilling.jpg

Tilnefnd til  Íslensku bókmennta-

verðlaunanna

Tilnefningamerking.png

Uppbyggileg barnabók:

FERÐALAGIÐ

Styrkleikabók

Poloroid1 (1).png

UM FERÐALAGIÐ

UPPBYGGILEG STYRKLEIKABÓK

Ferðalagið, eftir Jakob Ómarsson, er skemmtileg og uppbyggileg styrkleikabók fyrir börn á aldrinum 7 til 14 ára. Börnin leggja af stað í ferðalag með kettinum Akílu til að kynnast sjálfum sér og sínum styrkleikum betur. Á meðan ferðast er um kafla bókarinnar eru ýmis hugtök kynnt, áhugaverð verkefni leyst og velt upp spurningum um samskipti, sjálfsmynd og lífið sjálft.  

Markmið Ferðalagsins er að hjálpa foreldrum og börnum að styrkja sjálfsvitund barnsins og samkennd þess, með opinni samræðu, styrkleikakortum, heilræðum og skemmtilegum leik. Bókin býður upp á yndislega samverustund foreldra og barna.

Bókin er fallega myndskreytt, skemmtileg og stútfull af fróðleik fyrir forvitna krakka.

fiverr jakobari 1 fin.png
Tilnefningamerking.png

Það sem aðrir hafa að segja um Ferðalagið

„Þú lærir meira um sjálfa þig og trúir meira á sjálfa þig og líður vel eftir að lesa bókina. Bókin var skemmtileg upplifun“.

Hildur Eva,

13 ára

„Bókin er skemmtileg og fyndin. Best af öllu er samveran með fjölskyldunni“

Krista og Kasper,

9 ára

„Ferðalagið er skemmtileg og fróðleg bók sem þörf er á fyrir unga krakka sem eru að læra á  lífið“

Eydís Eyland

og  Kári Finnson, 

foreldrar

„Ferðalagið er falleg og uppbyggileg bók sem nýtist börnum sem fullorðnum, bæði til afþreyingar og sjálfsræktar“

Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,

sálfræðingur og lektor við HÍ

UM BÚALFAR: JÓLASAGA

JÓLABÓKIN Í ÁR ER UM BÚÁLFA

Í þessari fallegu jólasögu segir frá búálfum og lífi þeirra í kringum jól og áramót. Búálfar eru álfar sem eiga heima inn á heimilum okkar. Þeir eiga það til að fá alls konar hluti „lánaða“ frá okkur mannfólkinu. Þeir laga hlutina til og breyta þeim í gardínur, heitan pott eða hengirúm. Þeir hafa sérstaklega mikið dálæti á sokkum af öllum stærðum og gerðum. 

Bókin er ríkulega myndskreytt, með skemmtilegum persónum og hentar börnum á öllum aldri.  Búálfar: Jólasaga er önnur bók Jakobs Ómarssonar. Hann er fullorðið jólabarn sem  hefur lengi dreymt um að skrifa sína eigin jólasögu.

1 copy.jpg

DAGUR GEGN EINELTI

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er dagurinn gegn einelti. Helgast því dagurinn meðal annars af baráttunni gegn einelti í skólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Á þessum degi er vitundarvakning á afleiðingum eineltis og samfélagið hvatt til þess að taka höndum saman gegn ofbeldinu sem einelti er.

Mynd-björgum heiminum copy.jpg

FERÐALAGIÐ NOTAÐ Í
BARÁTTUNNI GEGN EINELTI

Okkur hlotnaðist sá heiður að Ferðalagið var valið af Vinsamlegu samfélagi (Reykjavíkurborg) sem gjöf til skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í borginni. Bókin er þar góð viðbót við í verkfærakistu starfsfólks grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í vinnu með jákvæð samskipti og félagsfærni barna.

VILTU VITA MEIRA?
NÝTA FERÐALAGIÐ Í KENNSLU?

MARKAÐSFRÆÐI:
LEIÐARVÍSIR AÐ ÁRANGRI

Markaðsfræði er hluti af daglegu lífi fólks og hefur áhrif á hegðun einstaklinga, smekk þeirra, óskir og ákvarðanir. Margir halda að markaðsfræði snúist fyrst og fremst um auglýsingar, að villa um fyrir fólki eða beita það þrýstingi til þess að kaupa hluti sem það þarf eða vill ekki. Rétt er að tilgangur árangursríkrar markaðssetningar er fyrst og fremst að þróa og koma á framfæri vörum og þjónustu sem fullnægja þörfum viðskiptavina og mynda farsælt viðskiptasamband til frambúðar.

Markaðsfræði: Leiðarvísir að árangri fjallar um helstu þætti markaðsfræðinnar;
söluráðana fjóra, kauphegðun viðskiptavina, markaðsmiðun, staðfærslu, mörkun, stafræna markaðsfærslu, markaðsrannsóknir og margt fleira. Í bókinni er fjöldi dæma og útskýringa sem auðvelda skilning og gera lesturinn ánægjulegri.

Það sem þú lærir í þessari bók:

•   Helstu lykilhugtök markaðsfræðinnar.
•   Hvað fær fólk til að kaupa og hvernig er hægt að hafa áhrif á það.
•   Árangursríkar aðferðir við að kynna vörur og byggja upp vörumerki.
•   Leiðir til að mæla árangur markaðssetningar.
•   Mikilvægi söluráða og markaðsrannsókna.
•   Og margt fleira.

Markaðsfræði.png
Vertu með á póstlista

Takk fyrir skráninguna

bottom of page