top of page

ATHUGIÐ: Í ÁKVEÐNUM FRAMHALDSSKÓLUM GETA NEMENDUR SÓTT BÓKINA SÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR HAFIÐ SAMBAND VIÐ KENNARA EÐA Á NETFANGIÐ HALLO@AFOLLUHJARTA.IS.

 

UM BÓKINA

 

Markaðsfræði er hluti af daglegu lífi fólks og hefur áhrif á hegðun einstaklinga, smekk þeirra, óskir og ákvarðanir. Margir halda að markaðsfræði snúist fyrst og fremst um auglýsingar, að villa um fyrir fólki eða beita það þrýstingi til þess að kaupa hluti sem það þarf eða vill ekki. Rétt er að tilgangur árangursríkrar markaðssetningar er fyrst og fremst að þróa og koma á framfæri vörum og þjónustu sem fullnægja þörfum viðskiptavina og mynda farsælt viðskiptasamband til frambúðar.

 

Markaðsfræði: Leiðarvísir að árangri fjallar um helstu þætti markaðsfræðinnar;
söluráðana fjóra, kauphegðun viðskiptavina, markaðsmiðun, staðfærslu, mörkun, stafræna markaðsfærslu, markaðsrannsóknir og margt fleira. Í bókinni er fjöldi dæma og útskýringa sem auðvelda skilning og gera lesturinn ánægjulegri.

 

Það sem þú lærir í þessari bók:

  • Helstu lykilhugtök markaðsfræðinnar.
  • Hvað fær fólk til að kaupa og hvernig er hægt að hafa áhrif á það.
  • Árangursríkar aðferðir við að kynna vörur og byggja upp vörumerki.
  • Leiðir til að mæla árangur markaðssetningar.
  • Mikilvægi söluráða og markaðsrannsókna.
  • Og margt fleira.

Markaðsfræði: Leiðarvísir að árangri

5.500krPrice
    bottom of page